Misjafnt getur verið hvernig deildir eru reknar og hvernig staðið er að þjónustu í þeim. Þær eiga það þó sammerkt að það eru AA félagarnir sjálfir sem vinna hin ýmsu störf tengt fundinum sínum. Húsaleiga, kaffivörur og slíkt er fjármagnað með samskotum AA félaganna. Þjónustunefnd eða einstakur félagi sér um að hella upp á, gera klárt og ganga frá.
Misjafnt er hversu margir eru í þjónustu deildar og hvernig mannaskipan/breytingum er háttað, enda eru deildir misstórar. Sjá má nánar um þetta í þjónustuhandbókinni hér á síðunni, en þar er að finna samþykkt viðmið fyrir AA samtökin á Íslandi.
Flestar deildir halda einn fund í viku, en sumar deildir fleiri, til dæmis úti á landi þar sem sama fólkið rekur og sækir deild sem heldur fundi tvisvar eða þrisvar í viku hverri.