Til: Allra AA-deilda á Íslandi.
Málefni: Erfðavenjumánuður AA-samtakanna í nóvember.
Vinsamlegast lesið upp og kynnið í AA-deildinni:
- Sækja erfðavenjubréfið sem lesið er upp, hér fyrir neðan: 
 → SÆKJA ERFÐAVENJUBRÉF (PDF)
- Sækja erfðavenjuspurningar sem fylgja með bréfinu hér fyrir neðan: 
 → SÆKJA ERFÐAVENJUSPURNINGAR (PDF)
"Áralöng hefð er fyrir svokölluðum erfðavenjumánuði í nóvember hjá AA-samtökunum. Þetta hefur mæst vel fyrir og hafa AA-félagar haft á orði að gott sé á þennan hátt að hugleiða þann grundvöll samtaka okkar sem erfðavenjurnar eru.
Benda má á eftirfarandi, sem hefur reynst vel á fundum í erfðavenjumánuðinum:
- Valinn er AA-félagi til að leiða fundinn sem segir frá reynslu sinni og skilningi á erfðavenjunum og hvetur þannig til hugleiðinga um þær. Fjallað er um þrjár erfðavenjur á hverjum fundi, þannig að í lok mánaðarins hafi verið fjallað um allar erfðavenjurnar.
- Nota um það bil 30 mínútur af fundartíma til að lesa upp og ræða um þrjár erfðavenjur á hverjum fundi þannig að eftir það sé um venjulegan fund að ræða.
- Hafa sérstakan samviskufund eða vinnustofu þar sem farið er yfir þýddar og staðfærðar spurningar um erfðavenjurnar tólf.
- Hér fylgja þýddar og staðfærðar spurningar um erfðavenjurnar tólf, sem margar deildir hafa stuðst við í þessari vinnu.
Upphaflega voru þessar spurningar settar fram af Bill W. í AA Grapevine í sambandi við ritröð þar sem fallað var um erfðavenjurnar tólf. Sú ritröð hófst í nóvember 1969 og stóð til loka september 1971. Þó þær hefðu upphaflega verið ætlaðar fyrst og fremst fyrir einstaklinga hafa margar AA-deildir síðan notað þær sem grunn að breiðari umræðum."
