895-1050 - Stór-Reykjavíkursvæðið

777-5504 - Reykjanes

849-4012 - Akureyri

895-1050 - Stór-Reykjavíkursvæðið

849-4012 - Akureyri

777-5504 - Reykjanes

Neyðarsímar eru reknir af svæðis og samstarfsnefndum í landshlutum, eftir því sem slíkar nefndir starfa. Síminn er opinn allan sólarhringinn til að sinna alkóhólistum í neyð. Þegar einstaklingur, sem telur sig ekki ráða við áfengisneyslu sína hringir, er honum komið í samband við AA mann með sambærilega fyrri reynslu af vanda vegna áfengisneyslu, til aðstoðar og til að svara spurningum.

Einnig svarar símaþjónustan öllum fyrirspurnum og reynt er að leysa úr þeim málum sem berast eftir því sem kostur er. AA félagar eru í sjálfboðastarfi við símann til að aðstoða þá sem hringja. 

Neyðarsíminn er starfræktur í þeim anda innan AA samtakanna sem segir:

Ég er ábyrgur þegar einhver biður um hjálp, hvar sem hann er staddur,
vil ég að útrétt hönd AA samtakanna sé þar nærri, og ég ber ábyrgð á því.