895-1050 - Stór-Reykjavíkursvæðið

777-5504 - Reykjanes

849-4012 - Akureyri

aa upplysingar vegna covid 19 1170 250


Afmælisfundur samtakanna sem fyrirhugaður var 10. apríl 2020 fellur niður vegna samkomubanns.

Hátíðarfundur AA samtakanna er haldinn að venju Föstudaginn langa ár hvert. Þar tala nokkrir AA félagar og gestur frá Al-Anon samtökunum, sem eru samtök aðstandenda alkóhólista. Allt fundarefnið verður kynnt jafnharðan á táknmáli. Tónlistaratriði er í lok fundar og síðan verður boðið upp á kaffiveitingar.

Stofnfundur AA samtakanna á Íslandi var haldinn 16. apríl 1954, sem bar upp á föstudaginn langa. Þetta er einmitt ástæðan fyrir því að afmæli AA samtakanna á Íslandi miðast við föstudaginn langa ár hvert. 

Í dag eru starfandi um 300 deildir innan AA samtakanna um land allt. Hver þessara deilda heldur að minnsta kosti einn fund í viku.

Allir vinir og velunnarar AA samtakanna eru hjartanlega velkomnir á hinn árlega hátíðarfund okkar í Laugardalshöll.  Fundurinn hefst kl. 20:30.