895-1050 - Stór-Reykjavíkursvæðið

849-4012 - Akureyri

Hátíðarfundur AA-samtakanna er haldinn að venju föstudaginn langa ár hvert. Þar tala nokkrir AA-félagar og gestur frá Al-Anon samtökunum, sem eru samtök aðstandenda alkóhólista. Allt fundarefnið er jafnharðan kynnt á táknmáli. Boðið er uppá kaffiveitingar í lok fundar.

Stofnfundur AA-samtakanna á Íslandi var haldinn 16. apríl 1954, sem bar upp á föstudaginn langa. Þetta er einmitt ástæðan fyrir því að afmæli AA-samtakanna á Íslandi miðast við föstudaginn langa ár hvert. Í dag eru starfandi um 300 deildir innan AA-samtakanna um land allt. Hver þessara deilda heldur að minnsta kosti einn fund í viku.

Allir vinir og velunnarar AA-samtakanna eru hjartanlega velkomnir á hinn árlega hátíðarfund okkar.