895-1050 - Stór-Reykjavíkursvæðið

849-4012 - Akureyri

Hver deild heldur reglulega fundi, þar sem félagarnir segja hver öðrum reynslu sína, venjulega með hliðsjón af hinum tólf ráðgefandi reynslusporum og tólf erfðavenjum.

Reynslusporin eru andlegir vegvísar á leiðinni til batans, en erfðavenjurnar fjalla um samskipti og félagslega afstöðu innan samtakanna og utan.

Haldnir eru “opnir“ fundir fyrir alla sem áhuga hafa á starfsemi samtakanna og “lokaðir“ fundir, sem aðeins eru ætlaðir alkóhólistum.