895-1050 - Stór-Reykjavíkursvæðið

777-5504 - Reykjanes

849-4012 - Akureyri

aa upplysingar vegna covid 19 1170 250

Landsþjónustunefnd AA-samtakanna bendir félögum á nokkur atriði sem gott er að hafa í huga vegna COVID-19 og samkomubanns sem mun hafa áhrif á AA-fundina:

Íslensk stjórnvöld settu á samkomubann í fjórar vikur frá og með mánudeginum 16. mars og frá miðnætti þann 23. mars var samkomubannið hert og framlengt og miðaðist þá við að til 4. maí var óheimilt fyrir fleiri en 20 manns að koma saman í einu. Frá 4. maí - 1. júní voru settar reglur um 50 manna samkomubann, þessu var svo aflétt í nokkrum skrefum en frá 31. júlí var ákveðið að herða bannið aftur og takmarkast nú við 100 manns  Þá hefur heilbrigðisráðherra mælst til þess að þar sem fólk kemur saman sé tveggja metra bil á milli fólks.  

  • Núgildandi reglur:  Frá 31. júlí - 27. ágúst að ekki megi fleiri en 100 manns koma saman og að halda verði tveggja metra fjarlægð milli fólks.

Þó svo að það sé ekki hlutverk landsþjónustunefndar að ráðleggja fólki um heilbrigðismál þá er rétt að benda á þessa nýju ráðstöfun heilbrigðisyfirvalda. Við hvetjum AA-félaga til að sýna ábyrgð og fara að tilmælum stjórnvalda. Hægt er að átta sig á því hversu mikil tveggja metra fjarlægð er með því að rétta út handlegginn og tvöfalda þá lengd. (eða handleggur á móti handlegg – en þó án þess að hendur snertist).

Þeim tilmælum hefur verið beint til fólks að gæta sérstaklega að hreinlæti, þvo sér oft og vel um hendur, hnerra og hósta í einnota þurrku eða olnbogabót og nota sótthreinsandi klúta eða efni. Þá hefur Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra beint þeim tilmælum til fólks að forðast handabönd og faðmlög. Almannavarnir hvetja fólk til að gæta vel að smitvörnum á þeim stöðum þar sem fólk kemur saman, s.s. aðgangi að vatni, sápu og einnota þurrkum. Gott er að þrífa borð og snertifleti með sótthreinsandi efnum. Þeir sem finna fyrir flensueinkennum eru hvattir til að vera ekki í mikilli nálægð við aðra.

Heimsþjónusta AA-samtakanna í New York (G.S.O.) bendir á að reynsla AA-félaga sé sú að það getur verið gagnlegt fyrir AA-deildir að ræða þessi mál á skynsamlegan og uppbyggilegan máta og hafa sem fyrr sameiginlega velferð að leiðarljósi. Sumar deildir hafa rætt um að breyta ákveðnum venjum á fundum. Til að mynda að hætta að takast í hendur, hætta að haldast í hendur í lok funda, tala úr sætum frekar en pontu til að fækka snertiflötum, gæta að hreinlæti á borðum á fundarstað og hætta að bjóða upp á sameiginlegar veitingar að sinni. Sama hvað hver AA-deild ákveður, þá er það svo að hver einstaklingur er ábyrgur fyrir sínum ákvörðunum þegar kemur að heilsufari.

Sumar AA-deildir hafa hugað að því hvað gera skuli ef til þess kemur að AA-félagar geti ekki hist augliti til auglitis. Má þar nefna að útbúa lista með nöfnum og símanúmerum svo unnt sé að halda sambandi í gegnum síma, tölvupóst eða samfélagsmiðla. Einnig er hægt að að halda símafundi eða fundi á netinu (sjá leiðbeiningar fyrir fjarfundi neðar á síðunni).

Landsþjónustunefnd fylgist áfram með þróun mála hér á landi og kann að gefa út frekari upplýsingar breytist staðan.

Landsþjónustunefnd vonar að þessi atriði komi að góðu gagni.

 
Bréf frá Heimsþjónustu AA-samtakanna (G.S.O.):  Update on COVID-19 (Coronavirus) 
"The General Service Office (G.S.O.) has been receiving inquiries about how groups should respond to the COVID-19 (coronavirus). Groups and members are concerned about health and safety issues, and are looking for guidance on how to address this question......"   (www.aa.org)

 

30.03.2020

Leiðbeiningar til að tengjast ZOOM fjarfundum:

 ANDROID

1. Opnaðu "Play Store" appið með Android tækinu þínu.

2. Finndu og sæktu "Zoom Cloud Meetings" í Android tækið þitt.

3. Opnaðu "Zoom Cloud Meetings"

4. Ýttu á bláa flipann þar sem stendur "Join a Meeting"

5. Sláðu inn talnakóðann sem þú getur fundið á http://aa.is/aa-fundir
eða sem þér hefur verið útvegað hjá AA félögum.

iOS (iPhone, iPad)

1. Opnaðu "App Store" með iOS tækinu þínu.

2. Finndu og sæktu "Zoom Cloud Meetings" í iOS tækið þitt

3. Opnaðu "Zoom Cloud Meetings"

4. Ýtti á bláa flipann þar sem stendur "Join a Meeting"

5. Sláðu inn talnakóðann sem þú getur fundið á http://aa.is/aa-fundir
eða sem þér hefur verið útvegað hjá AA félögum.

PC TÖLVUR

1. Finndu slóð á fjarfund á http://aa.is/aa-fundir eða slóð sem AA félagar hafa útvegað þér.

2. Afritaðu slóðina (draga bláan borða yfir slóðina og smella á hægri músarhnapp til að gera "copy")

3. Opnaðu nýjan flipa í netvafranum þínum, límdu slóðina þar (paste) og ýttu á "Enter"
4. Eftir að ýtt hafi verið á Enter þá byrjar Zoom forritið að niðurhalast og keyra inn á PC vélina. Eftir þetta getur þú farið á fjarfund með Meeting ID sem er á aa.is eða þér var úthlutað.